Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Yfir 1.000 flugskeytum skotið frá Gaza að Ísrael

12.05.2021 - 05:50
epa09192787 Rockets fired from Gaza fly towards Israel, as seen from Gaza City, 11 May 2021. At least one woman was killed after 130 rockets fired by Hamas from Gaza strip fell on Tel Aviv and neighbouring Israeli cities. A day earlier and in response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks that killed two Israelis in the city of Ashkelon. Israel Defense Forces (IDF) said they hit over 100 targets in Gaza Strip during retaliatory overnight strikes. The Health Ministry of Gaza strip said that at least 26 Palestinian, including nine children, were killed from the Israeli airstrikes. Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu said on 11 May that they will increase the rate and intensity of the strikes.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir 1.000 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-svæðinu í átt að Ísrael frá því að átök Ísraela og Palestínumanna hörðnuðu mjög á mánudagskvöld, eftir margra daga væringar í Jerúsalem. Allar lögreglustöðvar Gazaborgar eru rústir einar eftir loftárásir Ísraela í gær og nótt.

Jonathan Conricus, talsmaður Ísraelshers, segir að um 850 flugskeyti Hamasliða hafi náð inn fyrir landamæri Ísraels, þar sem flest þeirra voru skotin niður. Nokkur lentu þó á ísraelskri grund, þar sem þau grönduðu  tveimur konum og einni stúlku og særðu nokkur til viðbótar. Um 200 flugskeyti Hamas-manna drógu hins vegar ekki yfir landamærin heldur lentu innan Gaza, að sögn Conricusar.

Talsmenn Hamas sendu frá sér tilkynningu snemma í morgun þar sem segir að allar lögreglustöðvar á Gaza hafi verið eyðilagðar í loftárásum Ísraela. Í loftárásum gærkvöldsins beindu Ísraelar skeytum sínum meðal annars að tólf hæða blokk, sem hrundi nokkru síðar. Minnst 35 fórust í loftárásum Ísraela í gær og nótt, þar á meðal 10 börn. 

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag til að ræða harðnandi átök Ísraela og Palestínumanna, sem óttast er að leiði til allsherjar stríðs þeirra á milli.