Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Upplýsingafundur almannavarna 12. maí

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 11:00 í dag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Uppfærsla á smitrakningarappinu Rakning C-19 verður kynnt. Alma Möller, landlæknir, fjallar um uppfærsluna en í tilkynningu segir að appið hafi skipt sköpum í viðureigninni við heimsfaraldur COVID-19. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV