Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur sækist eftir 3. til 4. sæti í Reykjavík

Mynd með færslu
 Mynd: Margrét Seema Takyar
Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Hildur er fædd 1978 og lauk meistaragráðu í lögfræði árið 2008 og hlaut lögmannsréttindi ári síðar. Hún er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og var borgarfulltrúi í Reykjavík til 2017. 

Prófkjörið fyrir val á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum verður háð dagana 4. og 5. júní næstkomandi en framboðsfrestur rennur út klukkan 16 næstkomandi föstudag, 14. maí.