Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Friðarumleitanir hafa engum árangri skilað

epaselect epa09192927 Smoke and flames rise after an Israeli airstrike on Gaza City, 12 May 2021. At least one woman was killed after 130 rockets, fired by Hamas from the Gaza strip, fell on Tel Aviv and neighbouring Israeli cities. A day earlier and in response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks that killed two Israelis in the city of Ashkelon. Israel Defense Forces (IDF) said they hit over 100 targets in Gaza Strip during retaliatory strikes in the night between 10 and 11 May. The Health Ministry of Gaza strip said that at least 30 people, including children, were killed from the Israeli airstrikes. Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu said on 11 May that they will increase the rate and intensity of the strikes.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
Reyk leggur yfir Gazaborg eftir loftárás Ísraelshers. Mynd: EPA-EFE - EPA
Tugir Palestínumanna eru fallnir í loftárásum Ísraelshers og hundruð eru særðir. Fulltrúar erlendra þjóða reyna að draga úr spennunni fyrir botni Miðjarðarhafs, en án árangurs til þessa. 

Heilbrigðisráðuneytið í Gazaborg greindi frá því í dag að 48 hefðu fallið í loftárásum Ísraelshers síðustu dægrin, þar á meðal fjórtán börn. Þrjú hundruð og fjórir eru særðir. Sex eru fallnir í Ísrael, aðallega í eldflaugaárásum, og tugir særðir. Palestínumenn hafa skotið 850 eldflaugum á Ísrael og loftárásir á Gaza skipta orðið hundruðum.

Að sögn ísraelskra og arabískra fjölmiðla eru friðarsendinefndir frá Egyptalandi væntanlegar til Gaza og Ísraels í dag til að reyna að stilla til friðar. Þá er Biden Bandaríkjaforseti sagður áforma að senda Hadi Ammar aðstoðarutanríkisráðherra til Miðausturlanda í sama tilgangi.

Ísraelska dagblaðið Ha'aretz hefur heimildir fyrir því að viðræður milli stríðandi fylkinga hafi verið hafnar, en upp úr þeim slitnað þegar Ísraelsher réð þrjá leiðtoga Islamic Jihad, samtaka herskárra íslamista, af dögum í Gazaborg í gær. 

Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, sem fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar í Ísrael fyrir viku hefur frestað viðræðum við leiðtoga annarra flokka vegna ófremdarástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Einn þeirra, Naftaly Bennett, skoraði í dag á Benjamín Netanyahu forsætisráðherra að halda áfram árásum á Gaza þar til Hamasmenn hefðu verið brotnir á bak aftur. Gilti þá einu þótt þessi skoðun hans kostaði hann þátttöku í næstu ríkisstjórn landsins.