Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Pálmi Sigurhjartarson - Undir fossins djúpa nið

Mynd: Ásta Magnúsdóttir / Facebook

Pálmi Sigurhjartarson - Undir fossins djúpa nið

11.05.2021 - 17:50

Höfundar

Undir fossins djúpa nið er fyrsta sólóplata Pálma Sigurhjartarsonar og kemur út á tvöföldum vinyl. Platan inniheldur 17 lög eftir höfundinn sem auk þess að spila á hljómborð, útsetur og syngur stóran hluta plötunnar.

Pálmi Sigurhjartarson hefur verið starfandi sem atvinnutónlistarmaður síðan árið 1984 og tekið þátt í gerð óteljandi hljómplatna, sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, lagahöfundur og söngvari auk þess að starfa við tónlistarkennslu.

Pálmi hefur einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi og meðleikari hjá mjög stórum hópi listamanna. Hann er einn af meðlimum Sniglabandsins, aðallagahöfundur og hugmyndasmiður útvarpsþáttanna Sniglabandið í beinni. Þeir þættir voru lengi fastur liður á daskrá Rásar 2 og gengu út á að bandið spilaði óskalög í beinni sem hlustendur hringdu inn og óskuðu eftir.

Undir fossins djúpa nið er fyrsta sólóplata Pálma og kom nýlega út á tvöföldum vinyl. Platan inniheldur eins og fyrr segir 17 lög eftir Pálma. Fjöldi hljóðfæraleikara leggur Pálma lið á plötunni. Auk þess fær Pálmi landsþekkta söngvara til að taka með sér lagið en það eru þau Andrea Gylfadóttir, Björgvin Halldórsson, Björn Hlynur Haraldsson, Dagný Halla Björnsdóttir, Jogvan Hansen, KK og Valgerður Þorsteinsdóttir.

Undir fossins djúpa nið er plata vikunnar á Rás 2 og er aðgengileg í spilara ásamt kynningum Pálma á lögum plötunnar.

Mynd með færslu
 Mynd: Pálmi Sigurhjartarson
Pálmi Sigurhjartarson - Undir fossins djúpa nið