Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Hrefnunni í Thames lógað

11.05.2021 - 05:46
A man takes a break from hosing down a young minke whale that was stuck at Richmond Lock, London, Sunday May 9, 2021, after it became stranded in the River Thames in south-west London. British authorities are seeking to recapture the young minke whale lost far from home in the Thames River after it escaped from rescuers overnight. Crews had worked for hours before being able to free the whale early Monday from a perilous stranding on a lock near Richmond in southwest London on Sunday. (David Kors via AP)
 Mynd: AP
Hrefnunni sem synti í strand á skipastiga á ánni Thames í fyrrakvöld var lógað í gær. Eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir tókst að koma henni aftur í ánna. Björgunarfólk segir henni hins vegar hafa hrakað hratt og dýralæknar bundu loks enda á þjáningar hennar. Dýralæknir við dýrafræðistofnun Lundúna svæfði hana síðdegis í gær.

Að sögn fréttastofu BBC verður hrefnan krufin og rannsóknir gerða á henni. Hún var ung, ekki nema þrír til fjórir metrar að lengd. Hrefnur geta orðið allt að tíu metrar að lengd.

Fyrst varð vart við hvalinn í Thames um kvöldmatarleytið á sunnudag, þar sem hann sat fastur á skipastiga í suðvestanverðum Lundúnum. Sjóbjörgunarsveit var kölluð út til aðstoðar, og tókst henni að losa hrefnuna seint í fyrrakvöld. Hundruð fylgdust með björgunaraðgerðum, og fögnuðu þegar dýrið varð loks laust.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV

Tengdar fréttir