Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

10 years er lag vikunnar á BBC

Daði og Gagnamagnið á blaðamannafundi eftir fyrstu æfingu í Ahoy höllinni 10. maí 2021
 Mynd: Gísli Berg / RÚV - RÚV

10 years er lag vikunnar á BBC

11.05.2021 - 09:08

Höfundar

Eurovision-lag Íslands þetta árið, 10 years, í flutningi Daða og Gagnamagnsins er lag vikunnar eða Tune of the week á BBC Radio 1. Þetta er annað lag Daða Freys sem hlýtur þennan virðingarsess en Think About Things, Eurovision-lagið frá 2020, var lag vikunnar á sama vettvangi síðasta sumar. 

BBC Radio 1 velur lag vikunnar á mánudögum sem þýðir mikla spilun, athygli og útbreiðslu. Síðustu vikur hafa til dæmis Pharrell Williams, Camila Cabello, Sia, Rita Ora og Cardi B. verið með lag vikunnar og nú er komið að Daða Frey og Gagnamagninu. 

Umboðsmaður Daða Freys, Árni Hrafn Kristmundssona, segir að þetta sé mikill heiður og hreinlega æðislegar fréttir svona rétt fyrir Eurovision. 

Fyrsta æfing Daða og Gagnamagnsins á sviðinu í Ahoy-tónleikahöllinni í Rotterdam fór fram í gær. Hópurinn keppir í seinni undanúrslitum Eurovision fimmtudaginn 20. maí. 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Daði klífur upp veðbankann eftir fyrstu æfingu

Menningarefni

„Það er rosa hressleiki, kannski smá galsi“

Tónlist

Daði og Gagnamagnið halda til Rotterdam

Tónlist

Daði fær breska silfurplötu fyrir Think About Things