BBC Radio 1 velur lag vikunnar á mánudögum sem þýðir mikla spilun, athygli og útbreiðslu. Síðustu vikur hafa til dæmis Pharrell Williams, Camila Cabello, Sia, Rita Ora og Cardi B. verið með lag vikunnar og nú er komið að Daða Frey og Gagnamagninu.
Umboðsmaður Daða Freys, Árni Hrafn Kristmundssona, segir að þetta sé mikill heiður og hreinlega æðislegar fréttir svona rétt fyrir Eurovision.
Fyrsta æfing Daða og Gagnamagnsins á sviðinu í Ahoy-tónleikahöllinni í Rotterdam fór fram í gær. Hópurinn keppir í seinni undanúrslitum Eurovision fimmtudaginn 20. maí.