
Um 200 Skagfirðingar skimaðir í dag
Alls hafa nú greinst átta smit í Skagafirði á síðustu dögum, öll á Sauðárkróki. Öllu skólahaldi hefur verið aflýst þessa viku, leikskóli lokaður nema fyrir forgangshópa eins og börn heilbrigðisstarfsmanna, lögreglu og sjúkraflutningamanna.
Þær tilslakanir sem tóki gildi á landinu í dag, þegar fjöldatakmörk voru rýmkuð úr 20 í 50, taka ekki til sveitarfélagsins Skagafjarðar og sveitarfélagsins Akrahrepps. Öll próf í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki verða heimapróf og skólinn lokaður nemendum og heimavistin rýmd. Sundlaugar og íþróttamannvirki loka og æfingum verður hætt fram yfir næstu helgi.
Stefán Vagn segir að í gær hafi verið tekin um 150 sýni í Skagafirði og önnur 150 daginn þar áður. „Þannig að þetta eru heilmargir.“ Ekki sé enn búið að greina öll þau tvö hundruð sýni sem tekin voru í dag.