Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fimm smit innanlands – eitt utan sóttkvíar

10.05.2021 - 11:02
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Fimm smit greindust innanlands í gær og var eitt þeirra utan sóttkvíar. Eitt virkt smit greindist á landamærum og einn bíður eftir mótefnamælingu. Nýgengi innanlandssmita lækkar frá því fyrir helgi úr 28,4 í 21,5. Þá hefur þeim sem liggja inni á sjúkrahúsi með COVID-19 fækkað úr fimm í tvo.

Flest smit greindust í Skagafirði. Þar hefur verið gripið til harðra sóttvarnaaðgerða vegna hópsýkingar sem kom upp á föstudag. Það eru um 300 í sóttkví.

Öllu skólahaldi á Sauðárkróki hefur verið aflýst þessa viku og leikskóli lokaður nema fyrir forgangshópa.

Öll próf í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki verða heimapróf og skólinn lokaður nemendum og heimavistin rýmd.

Sundlaugar og íþróttamannvirki loka og æfingum verður hætt fram yfir næstu helgi.

 
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV