Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bandaríski flotinn lagði hald á vopn á Arabíuflóa

10.05.2021 - 06:22
Weapons that the U.S. Navy described as coming from a hidden arms shipment aboard a stateless dhow are seen aboard the guided-missile cruiser USS Monterey on Saturday, May 8, 2021. The U.S. Navy announced Sunday it seized the arms shipment hidden aboard the vessel in the Arabian Sea, the latest-such interdiction by sailors amid the long-running war in Yemen. (U.S. Navy via AP)
 Mynd: AP
Bandaríski sjóherinn kveðst hafa lagt hald á mikið magn illa fenginna vopna við eftirlit á alþjóðahafsvæði á norðanverðum Arabíuflóa. Áhöfn herskipsins USS Monterey varð vör við ómerkt skip og fann góssið eftir tveggja daga leit um borð í síðustu viku.

Al Jazeera fréttastofan hefur eftir yfirlýsingu bandaríska flotans að í skipinu hafi verið tugir rússneskra stýriflauga, þúsundir kínverskra herriffla, hundruð vélbyssa, rifflar fyrir leyniskyttur og skotbúnaður fyrir flugskeyti. Vopnin eru nú í umsjá Bandaríkjahers. Herinn rannsakar jafnframt hvaðan vopnin komu og hvert þeim var ætlað að fara. 

Eftir leit í skipinu, sem var hefðbundið arabískt seglskip, var sjófærni þess athugað. Þegar búið var að yfirheyra áhöfnina var henni færð matur og vatn, segir í yfirlýsingu hersins. 

Þó ekki hafi verið greint frá því hvaðan vopnin komu eða hver áfangastaður þeirra yrði, er fengurinn svipaður þeim sem bandaríski flotinn hefur áður gert upptækan á leið til Jemens. Fjölda vopna og vígbúnaðar hefur verið smyglað til Jemens undanfarin ár.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV