Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sjö smit og fleiri í sóttkví

09.05.2021 - 23:53
Mynd með færslu
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson
Sjöunda kórónuveirusmitið hefur greinst við skimun í sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Þetta staðfesti Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra, við fréttastofu á tólfta tímanum í kvöld.

Hann segir að það megi búast við því að fleiri eigi eftir að greinast, og þeim eigi eftir að fjölga sem þurfi að fara í sóttkví.

Gripið hefur verið til harðra sóttvarnaaðgerða í sveitarfélögunum í kjölfar hópsýkingar sem kom upp á föstudag. Þær tilslakanir sem taka gildi á landinu á morgun taka því ekki til þessara tveggja sveitarfélaga. Allt skólahald fellur niður í grunnskólanum Árskóla næstu vikuna og leikskólinn Ársalir verður lokaður öllum nema börnum foreldra sem eru í skilgreindum forgangshópum.