Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Frændi drottningar sagður selja aðgang að Pútín

09.05.2021 - 09:25
epa07627313 (L-R) French President Emmanuel Macron Britain's Prime Minister, Theresa May, Britain's Prince Charles the Prince of Wales, Britain's Queen Elizabeth II, US President Donald J. Trump, First Lady Melania Trump attending the commemorations for the 75th Anniversary of the D-Day landings in Southsea Common, Portsmouth, Hampshire, Britain, 05 June 2019. Britain's Queen Elizabeth II will join US President Donald J. Trump and other World leaders from nations that fought alongside Britain to mark the 75th anniversary of the World's largest seaborne military invasion which was assembed in ports in southern England on 05 June 1944 and set off for the coast of Normany, France on 06 June 1944. World leaders are to attend memorial events in Normandy, France on 06 June 2019 to mark the 75th anniversary of the D-Day landings, which marked the beginning of the end of World War II in Europe.  EPA-EFE/ANDY RAIN
Frá athöfninni í Portsmouth í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Breska vikublaðið The Sunday Times segir að Michael, prins af Kent og frændi Elísabetar drottningar, hafi verið reiðubúinn að beita áhrifum sínum við rússnesk stjórnvöld gegn greiðslu. Blaðamenn The Sunday Times þóttust vera stjórnendur suðurkóresks fyrirtækis sem hugðist ráðast í verkefni í Rússlandi og þyrfti á aðgangi að æðstu ráðamönnum að halda. Prinsinn er sagður hafa verið reiðubúinn til að liðka fyrir þeim samskiptum gegn 1,7 milljóna króna greiðslu á dag meðan á því stæði.

Michael prins og Elísabet drottning eru systkinabörn. Hann er ekki á launaskrá hjá konungsfjölskyldunni bresku en kom á árum áður fram sem fulltrúi drottningar. Michael rekur ráðgjafarfyrirtæki og hefur tekjur sínar af því.

Í umfjöllun The Sunday Times, sem unnin er í samtali við fréttaskýringaþáttinn Dispatches á Channel 4, segir að Michael hafi verið reiðubúinn að beita áhrifum sínum til að tala máli suðurkóreska fyrirtækisins við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta hafi hann verið reiðubúinn að gera gegn greiðslu. Það mætti þó ekki fara hátt.

Suðurkóreska fyrirtækið er þó tilbúningur blaðamanna sem voru að rannsaka ásakanir um að meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar notuðu tengsl sín við drottninguna sér til fjárhagslegs ávinnings. Þar er vitnað í skjöl um að Michael prins og Pútín hafi verið verndarar samkomu sem haldin var í Kensington höll árið 2013. Þar mun koma fram að viðskiptafélagi Michaels til 30 ára notaði samkomuna til að selja fólki aðgang að Pútín. Viðskiptafélaginn, markgreifinn af Reading, lýsti Michael sem óopinberum sendiherra hennar hátignar í Rússlandi.

Talsmaður prinsins sagði að hann myndi ekkert gera nema með samþykki breska sendiráðsins í Rússlandi og Rússnesk-breska verslunarráðsins.

Mynd með færslu
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV