Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Vonir um vopnahlé í Jemen dvína

08.05.2021 - 04:44
epa09178117 Fighters loyal to Yemen's Saudi-backed government take position during their fight against Houthi militiamen in the northeastern province of Marib, Yemen, 24 April 2021 (issued 05 May 2021). The offensive by Yemen's Houthi rebels to take Marib city, the last government-held province in the country's north, is facing an increasingly heavy resistance. Government forces and allied tribal fighters stationed in and around the capital city of the oil-rich province of Marib have so far managed to stop the rebels' advance further into the city of around three million inhabitants, and located around 190 kilometer east of Sanaa.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að vopnahlésviðræður í Jemen séu unnar fyrir gýg. Litlar líkur séu á vopnahléi nema uppreisnarsveitir Húta hætti hernaðaraðgerðum sínum eða ákveði að mikið mannfall innan raða þeirra sé óásættanlegt. Hútar standa um þessar mundir í stórræðum í landstjórnarumdæminu Marib.

Eftir langar og strangar viðræður milli Húta og Sáda í apríl og maí leit út fyrir að Hútar ætluðu að samþykkja vopnahlé. Að sögn Guardian var nánast komið að undirritun sáttmála þegar Hútar ákváðu að hafna honum. Heimildir herma að samninganefnd Húta hafi þegið ráð frá hernaðararmi sínum. Þar á bæ telja menn að þegar Marib verður komið á vald Húta vænki hagur þeirra í samningaviðræðum.

Marib er bæði hernaðarlega mikilvægt umdæmi og auðugt af olíulindum. Að sögn vestrænna diplómata er mannfall í röðum Húta verulegt í sókn þeirra í Marib. Það yrði hins vegar hægara sagt en gert fyrir leiðtoga Húta, Abdul-Malik Badreddin al-Houthi, að hörfa og þurfa þá að skýra fyrir þjóðflokkunum sem fylkja sér á bak við Húta hvers vegna svo miklu blóði var úthellt og peningum eytt við að reyna að ná valdi á Marib.