Ný #metoo-bylgja er risin eftir að mál Sölva Tryggvasonar komst í hámæli. Margir hafa stigið fram og greint frá ofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Þessi bylgja er ólík þeirri sem reis fyrir þremur árum að því leyti að hún hefur vakið meiri viðbrögð sumra karlmanna. Þeir hafa í meira mæli stigið fram og gengist við því að hafa beitt hafa aðra ofbeldi. Síðustu daga hefur fjölgað mjög fyrirspurnum um námskeið Stígamóta fyrir karla sem vilja taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi.
Áfall að átta sig á hafa beitt ástvin ofbeldi
Katrín Ólafsdóttir vinnur að viðtalsrannsókn um menn sem beita ofbeldi í nánum samböndum.