Fjögur kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Þrjú þeirra voru í sóttkví en tvö smit greindust við landmærin.
Um helgar liggur ekki fyrir hversu mörg hafa verið skimuð, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Tölurnar verða uppfærðar á vefnum covid.is á mánudaginn, 10. maí.