Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

WHO veitir bóluefninu Sinopharm neyðarleyfi

FILE - In this Dec. 25, 2020, file photo, released by Xinhua News Agency, packages of COVID-19 inactivated vaccine products are seen at a production plant of the Beijing Biological Products Institute Co., Ltd, a unit of state-owned Sinopharm in Beijing. China has given conditional approval to a coronavirus vaccine developed by state-owned Sinopharm. The vaccine is the first one approved for general use in China.(Zhang Yuwei/Xinhua via AP, File)
 Mynd: AP - Xinhua
Alþjóðaheilbrigðissstofnunin veitti í dag neyðarleyfi til notkunar kínverska bóluefnisins Sinopharm. Bóluefnið er þegar notað víðsvegar um heim, en gefa þarf tvo skammta af því til að ná fullri virkni.

Þar með verður Sinopharm sjötta bóluefnið til að hljóta náð fyrir augum stofnunarinnar.

Í máli Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóra stofnunarinnar kemur fram að Sinopharm hafi staðist rannsóknir sem tryggi öryggi þess, gæði og virkni. Vottorð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar auðveldar ríkjum að samþykkja notkun efnisins og dreifingu þess.

Það á einkum við þau ríki þar sem gæðastöðlun skortir innanlands. Jafnframt opnar samþykkið dyr svo hægt verði að leggja Sinopharm til í COVAX-samstarfið, alþjóðlega bólusetningarátakið fyrir fátækari ríki gegn COVID-19.

Nokkur bóluefni bíða samþykkis stofnunarinnar, þeirra á meðal efni sem Sinopharm framleiðir í borginni Wuhan, þar sem kórónuveirunnar varð fyrst vart. Sömuleiðis bíða kínverska efnið Sinovac og Sputnik V samþykkis Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.