
WHO veitir bóluefninu Sinopharm neyðarleyfi
Þar með verður Sinopharm sjötta bóluefnið til að hljóta náð fyrir augum stofnunarinnar.
Í máli Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóra stofnunarinnar kemur fram að Sinopharm hafi staðist rannsóknir sem tryggi öryggi þess, gæði og virkni. Vottorð Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar auðveldar ríkjum að samþykkja notkun efnisins og dreifingu þess.
Það á einkum við þau ríki þar sem gæðastöðlun skortir innanlands. Jafnframt opnar samþykkið dyr svo hægt verði að leggja Sinopharm til í COVAX-samstarfið, alþjóðlega bólusetningarátakið fyrir fátækari ríki gegn COVID-19.
Nokkur bóluefni bíða samþykkis stofnunarinnar, þeirra á meðal efni sem Sinopharm framleiðir í borginni Wuhan, þar sem kórónuveirunnar varð fyrst vart. Sömuleiðis bíða kínverska efnið Sinovac og Sputnik V samþykkis Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.