Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrír lögreglumenn til viðbótar ákærðir vegna Floyd

epa09105715 Protesters march through downtown Minneapolis on the first day of opening statements for the murder trial of former Minneapolis police officer Derek Chauvin who was charged in the death of George Floyd, in Minneapolis, Minnesota, USA, 29 March 2021.  EPA-EFE/CRAIG LASSIG
 Mynd: epa
Saksóknari í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hefur ákært þrjá fyrrverandi lögreglumenn til viðbótar fyrir vísvitandi brot á borgaraéttindum vegna morðsins á George Floyd í fyrra.

Lögreglumaðurinn fyrrverandi, Derek Chauvin, var sakfelldur vegna morðsins í síðasta mánuði. Dómurinn var sögulegur því þetta var í fyrsta skipti í sögu Minnesota sem lögreglumaður er sakfelldur vegna andláts blökkumanns í haldi lögreglu.  

Nú hafa því þrír lögreglumenn til viðbótar verið ákærðir vegna málsins, fyrir að hafa ekki gripið inn í þar sem þeir ættu allir að hafa verið meðvitaðir um að Floyd þurfti á læknisaðstoð að halda á meðan Chauvin hélt honum niðri.

Chauvin er einnig ákærður fyrir annað brot í starfi sem átti sér stað árið 2017, meðal annars fyrir að halda 14 ára gömlum dreng niðri á svipaðan hátt og hann gerði við Floyd.

Drápið á George Floyd leiddi til harðra mótmæla og óeirða í Minneapolis í fyrra vor og sumar, og hefur því verið mótmælt reglulega allar götur síðan víða um heim.