Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mickelson í forystu eftir fyrsta hring

epaselect epa09182085 Phil Mickelson of the US chips onto the ninth green during the first round of the Wells Fargo Championship golf tournament at Quail Hollow Club in Charlotte, North Carolina, USA, 06 May 2021. The Wells Fargo Championship will be played 06 May through 10 May.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Mickelson í forystu eftir fyrsta hring

07.05.2021 - 12:48
Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson fór afar vel af stað á Wells Fargo mótinu, á PGA-mótaröðinni í golfi, sem hófst í gær. Mickelson sem er fimmtugur leiðir með tveimur höggum eftir fyrsta hring.

Phil Mickelson hefur 44. sinnum fagnað sigri á PGA-mótaröðinni en hann vann síðast á Pebble Beach-mótinu fyrir rúmum tveimur árum. Mickelson, sem verður 51 árs í júní, sýndi það þó á fyrsta hring Wells Fargo-mótsins í gær að aldurinn skiptir ekki öllu máli.

Mickelson lék afar vel á fyrsta hring mótsins en leikið er í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann hóf leik á 10. teig og fékk fimm fugla og einn skolla og var því á fjórum höggum undir pari fyrir seinni níu holurnar. Þar bætti hann þremur fuglum við og lauk hringnum samanlagt á 63 höggum eða á sjö höggum undir pari, tveimur höggum á undan næstu mönnum, þeim Keegan Bradley frá Bandaríkjunum og suðurkóreumanninum Kyong-Hoon Lee. Keppni á öðrum hring hófst í dag og stendur enn yfir.

Tavatanakit í forystu í Tælandi

Patty Tavatanakit er ein í forystu á Honda-mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi en mótið fer fram í Tælandi. Eftir tvo hringi er heimakonan Tavatanakit ein í forystu á 16 höggum undir pari samanlagt og með þriggja högga forystu. Hún lék fyrsta hringinn á 64 höggum, átta höggum undir pari, og gerði slíkt hið sama á öðrum hring. Tavatanakit, sem er 21 árs, er á miklu flugi þessa dagana en í síðasta mánuði vann hún sitt fyrsta risamót þegar hún fagnaði sigri á ANA Inspiration mótinu. Það var jafnframt fyrsta mót hennar á LPGA-mótaröðinni.