Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lögregla beitir hörku gegn palestínskum mótmælendum

epa09184163 Israeli border police during a protest supporting Palestinians families that face eviction from their homes at Sheikh Jarrah neighborhood in Damascus gate in Jerusalem, 07 May 2021. An Israeli court in East Jerusalem ordered the eviction of six Palestinian families from their homes in favor of Jewish families who claimed they used to live in the houses before fleeing in Israel's 1948 war for independence. The Palestinian residents filed an appeal and a final verdict is expected on 10 May.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nærri 180 Palestínumenn hlutu áverka eftir aðgerðir lögreglu gegn þeim við Al-Aqsa moskuna og víðar í Austur-Jerúsalem. 88 þurftu aðhlynningu á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir gúmmískotum. Fyrr í dag komu tugþúsundir Palestínumanna saman í moskunni í tilefni síðasta föstudags föstumánaðarins Ramadan. Að athöfninni lokinni sátu margir þeirra eftir að sýndu Palestínumönnum á landtökusvæðum stuðning sinn. 

Róstur hafa verið í borginni og á Vesturbakkanum undanfarnar vikur. Palestínumenn hafa að sögn Al Jazeera notið stuðnings alþjóðlegra aðgerðarsinna í daglegum mótmælum sínum gegn landtöku Ísraels á palestínsku landsvæði. Ísraelska landamæralögreglan hefur reynt að stöðva mótmælin með ýmsum ráðum, til að mynda með táragasi, gúmmískotum og höggsprengjum. Tugir Palestínumanna hafa verið handteknir í aðgerðunum.

Palestínumennirnir köstuðu í kvöld steinum, flöskum og þeyttu flugeldum að lögreglu sem svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum á móti. Samkvæmt upplýsingum sem AFP fréttastofan hefur frá Rauða hálfmánanum palestínska var komið upp bráðabirgðaspítala til að taka á móti særðum því nærliggjandi bráðamóttökur gátu ekki tekið við öllum. Sömuleiðis er haft eftir fulltrúum lögreglunnar að óspektir þúsunda hafi orðið til þess að bregðast hafi þurft við til að koma á ró. Sex lögreglumenn hafa hlotið áverka í aðgerðunum.