Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hefur rætt við Landspítala og konu sem missti barn sitt

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur rætt við forsvarsmenn Landspítalans vegna máls foreldra sem misstu ófætt barn sitt á dögunum, einnig hefur hún haft samband við móður barnsins.

 

Sígríði Jónsdóttur var á dögunum gert að bíða í tæpa fjóra sólarhringa eftir aðstoð við að fæða andvana barn sitt, hún var gengin hálfa meðgöngu. Þá fékk hún enga áfallahjálp á Landspítala eftir að henni hafði verið tilkynnt um andlátið. Hún og maðurinn hennar, Magnús Kjartan Eyjólfsson, segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Í svari upplýsingafulltrúa Landspítalans við fyrirspurn Fréttastofu á dögunum kom fram að Landspítalinn tjáði sig ekki um einstök mál en að reynt væri að sinna öllum 120 þúsund skjólstæðingum sjúkrahússins af kostgæfni.

Tjáir sig ekki um hvort breytinga sé þörf á spítalanum

Heilbrigðisráðherra segist ekki vilja tjá sig um mál einstaklinga. „Það er ekki við hæfi en ég hef sett mig í samband við þessa konu.“ Svandís hefur líka haft samband við forsvarsmenn Landspítalans. „Að sjálfsögðu.“ Aðspurð hvort það stæði til að breyta einhverju á spítalanum sagðist Svandís ekki vilja fjalla frekar um málið.
 

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV