Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Gæti þurft að færa úrslit Meistaradeildarinnar

epa09145514 (FILE) - The Champions League trophy on display during the draw of the first two qualifying rounds of the UEFA Champions League 2014/15 at the UEFA Headquarters in Nyon, Switzerland, 23 June 2014 (reissued 19 April 2021). The UEFA Executive Committee approved on 19 April 2021 a new format for its club competitions, the UEFA Champions League, UEFA Europa League and UEFA Europa Conference League, as of the 2024/25 season  EPA-EFE/LAURENT GILLIERON
 Mynd: EPA

Gæti þurft að færa úrslit Meistaradeildarinnar

07.05.2021 - 18:26
Færa gæti þurft úrslitaleik Meistardeildar Evrópu sem fara átti fram í Istanbúl í Tyrklandi þann 29. maí. Ástæðan er sú að breska ríkisstjórnin hefur sett Tyrkland á rauðan lista sem gerir ferðalög milli landanna erfið. Viðræður eru sagðar hafnar um að færa leikinn til Englands.

Ensku liðin Manchester City og Chelsea munu mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar sem fara eiga fram 29. maí. Stefnt var að því að allt að 8000 áhorfendur fengju að vera viðstaddir leikinn í Istanbúl en samgönguráðherra Bretlands, Grant Shapps, ráðlagði í dag aðdáendum liðanna sérstaklega frá því að ferðast til Tyrklands. Tyrkland er nú á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar sem þýðir að þangað ætti ekki að ferðasts nema í bráðri nauðsyn. 

Schapps segir að enska knattspyrnusambandið sé opið fyrir því að leikurinn verði færður til Englands og samkvæmt heimildum Daily Mail eru viðræður nú þegar hafnar. Schapps segir hins vegar sömuleiðis að það sé höndum UEFA að taka endanlega ákvörðun. 

Þeir sem ferðast til landa sem eru á rauðum lista ríkisstjórnarinnar þurfa undantekningarlaust að fara í sóttkví á sóttkvíarhóteli. Atvinnumenn í knattspyrnu yrðu þar engin undantekning en það setur Gareth Southgate og enska landsliðið í erfiða stöðu. Margir lykilleikmenn liðsins myndu þannig missa af stórum hluta undirbúnings fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst 11. júní. 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sögulegt hjá Chelsea - bæði liðin í úrslitum

Fótbolti

Chelsea mætir Man.City í úrslitum