Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Eva Ásrún - Eicosa og Nirvana

American singer and guitarist Kurt Cobain (1967 - 1994), performs with his group Nirvana at a taping of the television program 'MTV Unplugged,' New York, New York, Novemeber 18, 1993. (Photo by Frank Micelotta/Getty Images)
 Mynd: Rás 2

Eva Ásrún - Eicosa og Nirvana

07.05.2021 - 17:32

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir, söngkona og fyrrum útvarpskona hér á Rás 2. Hún mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Nirvana Unplugged sem kom út 1. Nóvember 1994, en núna 8. Apríl sl. voru liðin 27 ár frá því Kurt Cobain söngvari og gítarleikari Nirvana stytti sér aldur á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum. Hann var 27 ára gamall.

Á þeim tíma sem þessir Unplugged tónleikar Nirvana voru teknir upp fyrir MTV var "Unplugged" eða órafmagnað allsráðandi, það voru allir að taka upp og spila órafmagnað og MTV var fremst í flokki þessarar Unplugged bylgju sem gekk út á að spila án rafmagnsgítara og háværra rokkhljóðfæra. Þetta kallaði á að listamennirnir þurftu að bera sig öðruvísi að en þeir voru vanir og oft að útsetja lögin sín upp á nýtt. Tónleikarnir voru sýndir á MTV 16. desember 1993 og seinna gefnir út á DVD og geisladisk og vinyl.

Nirvana ákvað að spila ekki eingöngu frumsamin lög fyrir MTV heldur kryddaði dagskrána með lögum eftir aðra listamenn sem Kurt Cobain hélt uppá; Vaselines, David Bowie, Lead Belly, og Meat Puppets auk þess sem meðlimir Meat Puppets, bræðurnir Cris og Curt Kirkwood stigu á svið með hljómsveitinni og spiluðu með í þremur lögum, en Nirvana og Meat Puppets voru að túra saman um þessar mundir.

Kurt var stressaður fyrir þessa tónleika og þegar upptökum var lokið var hann ekki ánægður, honum fannst þeim hafa mistekist það sem þeir voru að reyna að gera, en aðdáendur í salnum aðrir sem heyrðu og sáu þetta síðar voru í skýjunum. Þessir tónleikar þykja ein af vörðum rokksögunnar.

Nirvana æfði í tvo daga fyrir upptökurnar og þær gengu freka illa segir sagan. Sá sem stjórnaði upptökum fyrir MTV var óánægður með lagavalið, fannst vanta fleiri af þekkstustu lögum Nirvana og hann var ekki sáttur við gestina úr Meat Puppets, hann hefði viljað fá aðra og þekktari gesti.
Daginn fyrir upptökur sagðist Kurt svo ekki vilja gera þetta, vildi hætta við alltsaman. Hann mætti reyndar daginn eftir en var ekki í góðu formi og stemningin í stúdíóinu var frekar stíf. Það flugu engir brandarar, það var enginn sem brosti og sviðsmyndin var eins og í vel skreyttri jarðarför. Það voru allir á nálum.

Kurt Cobain var látinn þegar tónleikarnir komu út á CD og platan fór beinustu leið í toppsæti bandaríska vinsældalistans og seldist gríðarlega vel. Platan skilaði Nirvana líka einu Grammy verðlaunum sínum, en þeir fengu Grammy fyrir hana í flokknum Best Alternative Music Performance árið 1996. 

Lagalisti:
Vintage Caravan - Can´t get you off my mind
Mötley Crue - Smokin in the boys room (óskalag)
Rolling Stones - Under my thumb
Blondie - Hanging on the telephone
Heart - Crazy on you
VINUR ÞÁTTARINS
Grateful Dead - Not fade away
Nirvana - Man who sold the world (plata þáttarins)
SÍMATÍMI
Nirvana - The man who sold the world
Van Halen - Beautiful girls
Judas Priest - Diamonds and rust (óskalag)
Dr. Feelgood - Milk and alcohol (óskalag)
ZZ Top - It´s only love
The Coral - Vacancy
Gaslight Anthem - Stay vicious
Accept - Metal heart (óskalag)
Nirvana - Come as you are (plata þáttarins)
Nirvana - Polly (plata þáttarins)
GESTUR FUZZ - EVA ÁSRÚN ALBERTSDÓTTIR
Dead Union Social Theory - Once in a lifetime
EVA II
Eicosa - Nothing but animals
EVA III
Eicosa - Worlds collide
Elvis Costello - Pump it up
Buzzcocks - What do i get
Modest Mouse - We are between
The Black Keys - Going down south
Nirvana - Jesus dosn´t want me for a sunbeam (plata þáttarins)

 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Jón Óskar - Bowie og The Who

Popptónlist

Rolling Stones - Black and Blue

Popptónlist

AC/DC - Highway to Hell

Popptónlist

Judas Priest - British Steel