Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eldur í áhaldageymslu í Hveragerði

07.05.2021 - 23:36
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna eldsvoða í tækjageymslu á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði í kvöld. Tilkynning um eldinn barst rétt rúmlega níu í kvöld og gekk greiðlega að slökkva hann að sögn Sunnlenska.is.

Sunnlenska hefur eftir Lárusi Kristni Guðmundssyni að tækjageymslan samanstandi af fimm bílskúrsrýmum. Mikill reykur var kominn í öll rýmin og eldur út um einn bílskúrinn. Sá var í miðrýminu og barst eldur úr honum upp á þakið, þar sem breiddist úr honum.

Lárus Kristinn segir húsið gamalt, og í geymslunum hafi verið bensín og alls kyns plastvörur. Talsverður reykur barst yfir hluta bæjarins og naut lögreglan aðstoðar björgunarsveita við að ganga í hús í nágrenninu og biðja fólk um að loka gluggum.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV