Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tvö smit og bæði innan sóttkvíar

06.05.2021 - 10:59
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og greindust bæði smitin í sóttkví. Um 1.600 sýni voru tekin innanlands í gær. Enginn greindist á landamærum.

261 er nú í sóttkví, en þeir voru 329 í gær. 139 eru í einangrun en í gær voru 173. Nýgengi innanlandssmita lækkar úr 33,8 í gær í 29,7 í dag. Nýgengi landamærasmita er 3.

Rúmlega fjörutíu þúsund voru bólusettir í þessari viku en samkvæmt covid.is hefur fjórðungur þjóðarinnar fengið einn skammt eða fleiri. Nærri einn af hverjum fimm telst nú annað hvort fullbólusettur eða er með mótefni vegna fyrri sýkingar.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal þeirra sem var bólusettur í Laugardalshöll í morgun með bóluefni AstraZeneca. Forsetinn hrósaði framkvæmdinni og sagði sprautuna ekki breyta neinu fyrir sumarplön sín, hann hefði ætlað að ferðast innanlands.