Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Spútnik light fær markaðsleyfi í Rússlandi

06.05.2021 - 14:16
epa09178927 A nurse prepares a dose of the Chinese Sinopharm vaccine against COVID-19 during a mass vaccination campaign at the Boris Trajkovski Arena in Skopje, Republic of North Macedonia, 05 May 2021. North Macedonia begin mass vaccination after the arrival of 200 000 doses of the Chinese Sinopharm COVID-19 vaccine. The European Union started delivering EU-funded coronavirus vaccines to the Western Balkans countries, candidates to join EU, but China and Russia have already been supplying the much-needed vaccines to the region.  EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bóluefnið Spútnik light hefur fengið markaðsleyfi í Rússlandi. Það er frá sama lyfjaframleiðanda og Spútnik V sem fékk markaðsleyfi í Rússlandi í ágúst. Vladimír Pútin forseti Rússlands bættist í dag í hóp þjóðarleiðtoga sem lýst hafa stuðningi við hugmyndir um að afnema hugverkarétt á bóluefnum gegn COVID-19.

Einungis þarf eina sprautu af Spútnik light, framleiðendur segja það veita 79,4% vörn. Spútnik V veitir hins vegar 91,6% vörn og gefa þarf tvær sprautur af því. Spútnik V hefur fengið markaðsleyfi í þó nokkrum ríkjum en það er enn í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu. 

Vladimír Pútin forseti Rússlands bættist í dag í hóp þjóðarleiðtoga sem lýst hafa stuðningi við hugmyndir um að afnema hugverkarétt á bóluefnum gegn COVID-19. Hann hvetur ríkisstjórn sína til að íhuga að aflétta þeim af rússneska bóluefninu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti fyrr í dag stuðningi við þessar hugmyndir og það hefur Joe Biden forseti Bandaríkjanna einnig gert.  Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði í morgun að sambandið væri reiðubúið til að ræða slíkar hugmyndir.