Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Segir bæjarfulltrúann villa viljandi um fyrir fólki

06.05.2021 - 10:52
Mynd með færslu
 Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar, fara með rangt mál í Facebook-færslu um samþykkt varðandi fjölbýlishúsalóð við Tónatröð.

Meirihluti bæjarstjórnar heimilaði verktakafyrirtækinu SS Byggi að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi við Tónatröð á Akureyri. Bæjarstjórn klofnaði í  málinu, fimm greiddu atkvæði gegn tillögunni, en sex samþykktu hana.  

Gunnar birti færslu á Facebook í gærkvöld þar sem hann segir bæjarfulltrúa fara með rangt mál í skrifum um þessa ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar. Þetta segir hann alvarlegt í ljósi þeirrar umræðu sem færsla bæjarfulltrúans á Facebook hafi vakið. Gunnar nafngreinir ekki bæjarfulltrúann en ekki fer á milli mála að hann á þarna við Hildu Jönu. 

„Hér er viljandi verið að villa um fyrir fólki um hvað var samþykkt og er það að mínu mati alvarleg rangfærsla til að villa um fyrir fólki,“ skrifar Gunnar meðal annars.

Mynd með færslu
 Mynd: Facebook