Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Óvissustigi lýst yfir vegna hættu á gróðureldum

06.05.2021 - 12:38
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu almannavarna. Svæðið sem um er að ræða nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt þessu svæði undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði, segir í færslunni.

„Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál,“ segir í færslunni.