Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Metfjöldi tilfella og dauðsfalla á Indlandi

06.05.2021 - 05:16
epa09177356 Men prepare a funeral pyre at a cremation ground in New Delhi, India, 04 May 2021. The local priest Bhola said only two to three people are coming for the cremation of each dead body, as people are very scared of the Covid-19 pandemic and also due to the government protocol. Normally, a cremation would be attended by more than 100 people. Nowadays even basic rituals are not being done as there are many dead bodies are in the line for the cremation and staff at the cremation ground were having a great difficulty to handle the victims. According to the Indian Ministry of Health, India recorded 357,229 fresh COVID-19 cases in the last 24 hours.  EPA-EFE/HARISH TYAGI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nærri fjögur þúsund Indverjar dóu af völdum COVID-19 síðasta sólarhring og yfir 412 þúsund greindust með sjúkdóminn. Aldrei hafa fleiri tilfelli eða dauðsföll verið skráð á einum sólarhring í landinu. Alls hafa nú yfir 230 þúsund dauðsföll verið skráð vegna COVID-19 í landinu og tilfelli orðin fleiri en 21 milljón.

Tilfellin í Indlandi voru mjög nærri því að vera helmingur allra skráðra tilfella á heimsvísu í gær, samkvæmt tölfræðivefnum Worldometers. Vonir stóðu til þess að faraldurinn væri í rénun eftir að tilfellum hafði farið fækkandi frá því á föstudag. Þá greindust 402 þúsund með kórónuveiruna, og fóru dagleg tilfelli niður í tæplega 360 þúsund áður en þeim snarfjölgaði aftur í gær. Heilbrigðiskerfið á Indlandi ræður illa við fjöldann. Skortur er á legurýmum á sjúkrahúsum, læknabúnaður og lyf eru af skornum skammti og illa gengur að birgja heilbrigðisstofnanir upp af súrefni.