Maður og kona voru flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús frá gosstöðvunum í Geldingadölum í kvöld. Mbl.is hefur þetta eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Konan slasaðist og var talið mögulegt að hún væri fótbrotin. Um tvær klukkustundir tók að flytja hana í sjúkrabíl frá gosstöðvunum. Maðurinn var við upphaf gönguleiðarinnar þegar hann fann fyrir veikindum og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi.