Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jörð með eldspúandi fjalli föl fáist rétt verð

06.05.2021 - 22:08
Mynd með færslu
 Mynd: Vefmyndavél - RÚV
Nokkur kauptilboð hafa borist í jörðina Hraun austan Grindavíkur en gosstöðvarnar í Geldingadölum eru í landi jarðarinnar.

Frá þessu er greint á Vísi og haft eftir Sigurði Guðjóni Gíslasyni, formanni Landeigendafélags Hrauns að ljóst sé áhugi á því að kaupa jörðina hafi glæðst eftir að eldgosið hófst.

Hann segir tvö til þrjú tilboð þegar hafa borist í jörðina og að verið sé að skoða ýmsa kosti. Ýmist sé verið að velta fyrir sér að kaupa alla jörðina eða hluta hennar en Sigurður vill ekki segja hverjir það séu sem hafi gert tilboð.

Sigurður vill ekki gefa upp hvert mögulegt kaupverð geti orðið en það sé í skoðun. Um tuttugu eigi jörðina saman og vangaveltur hafi verið um að selja hana gegnum tíðina en þau séu tilbúin að selja komi rétt tilboð.