Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

„Hver er rétturinn til andsvara á Instagram?“

06.05.2021 - 00:08
Hver er rétturinn til andsvara þegar fólk berst í tal á Instagram story og hvernig er ramminn í kringum samfélagsmiðla öðruvísi en í kringum fjölmiðla? Þetta er á meðal þess sem Elva Ýr Gylfadóttir, formaður Fjölmiðlanefndar, ræddi í Kastljósi í kvöld.

Hún sagði mikilvægt að kortleggja hver færni almennings væri til að fóta sig í heimi samfélagsmiðla og benti á að það væri miklu auðveldara nú en áður að dreifa sögum og koma þeim víða. Hún sagði kosti og áskoranir felast í því hversu auðvelt væri að koma sögusögnum af stað á Íslandi og hafa áhrif á umræðuna. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV