Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Heimilislæknar gefa fullorðnum Þjóðverjum AstraZeneca

epa09175616 German Health Minister Jens Spahn gestures as he speaks during a press statement in Berlin, Germany, 03 May 2021. German Health Minister Jens Spahn gave a press statement about possible exemptions for people vaccinated against the Covid-19 disease.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Öllum fullorðnum Þjóðverjum verður gefið bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19 að því er fram kemur í máli Jens Spahn heilbrigðisráðherra. Áður var ákveðið að efnið skyldi gefið fólki eldra en sextugu en nú hafa ríkisstjórnin og stjórnir hvers ríkis fyrir sig sammælst um þessa nýju tilhögun.

Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og hefur eftir Spahn að vilji fólk fá efni AstraZeneca þurfi að leita til heimilislæknis eftir að fá sprautu með því.

Ætlunin er að það verði í höndum hvers og eins heimilislæknis að ákveða hverjir fái bóluefnið fyrst. Hið opinbera annast hins vegar skipulagningu bólusetninga með efnum Pfizer og Moderna.