Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Trump verður áfram bannaður á Facebook og Instagram

05.05.2021 - 23:15
epa09179222 (FILE) - US President Donald J. Trump participates a briefing on Hurricane Dorian in the Oval Office of the White House in Washington, DC, USA, 04 September 2019 (reissued 05 May 2021). A suspension of former US president Trump from social media giant Facebook was upheld by the company's Oversight Board, the board said. Trump's Facebook and Instagram accounts were suspended over his role in the 06 January storming of the US Capitol by rioters.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Eftirlitsnefnd með samfélagsmiðlinum Facebook styður ákvörðun fyrirtækisins um að loka Facebook- og Instagramreikningi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti að sinni og útlegð hans frá miðlunum gildir því áfram. Nefndin gagnrýnir þó að að bannið sé ótímabundið og segir það brjóta í bága við þau viðurlög sem fyrirtækið hefur notast við hingað til.

Forsetinn fyrrverandi var bannaður á Facebook og Instagram í janúar, stuttu eftir áhlaupið á þinghúsið í Washington, fyrir að hafa birt óviðeigandi efni. Eftirlitsnefndin segir ákvörðunina um bannið hafa verið ómarkvissa og ekki reista á neinum tilteknum viðmiðum. Facebook hefur því verið gert að endurskoða bannið á næstu sex mánuðum og sýna fram á að endurskoðuð ákvörðun sé réttmæt. 

Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, situr í eftirlitsnefndinni og segir að tilmæli nefndarinnar til fyrirtækisins snúi að því að ákvörðunin verði gerð gegnsærri og að Facebook tryggi að sömu reglur gildi um alla notendur. 

Eftirlitsnefndin, sem stundum er kölluð Hæstiréttur Facebook, var sett á fót af fyrirtækinu sjálfu en starfar sem sjálfstæð eining. Nefndin hefur það hlutverk að skera úr um erfið álitamál sem koma upp hjá fyrirtækinu og í henni sitja blaðamenn, lögmenn, aktivistar og fræðimenn