Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Mikill skortur á ljósmæðrum á heimsvísu

epa08408656 Midwife Alexandra weighs the 16-days-old Sarai, during a postpartum care at a Family in Munich, Bavaria, Germany, 07 May 2020. The midwives of the birth centre in Munich have adapted their postpartum care to the current circumstances due to the Coronavirus pandemic. As far as possible, more distance is kept from the mothers, and no conversations are held during the examinations. Regular hand washing or disinfection is part of the routine.  EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS
 Mynd: EPA
Líf milljóna kvenna og barna gætu verið í hættu ef ekki verður brugðist við miklum skorti á ljósmæðrum á heimsvísu, að því er Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við í dag.

Áætlað er að fjölga þurfi ljósmæðrum um 900.000 ef vel á að vera, samkvæmt rannsókn Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og Alheimssambands ljósmæðra. Það þýðir að fjölga þyrfti ljósmæðrum um rúm þrjátíu prósent.

Staðan hefur versnað í heimsfaraldrinum, segir í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. Athyglin beinist nú frekar að kórónuveirunni og síður að heilsu mæðra og ungbarna. Þá hafa margar ljósmæður verið kallaðar til annarra starfa vegna faraldursins.

Sameinuðu þjóðirnar hvetja ríki heims til að forgangsraða fjármunum og stuðningi til fæðingarhjálpar og mæðra- og ungbarnaeftirlits og til að hafa ljósmæður með í ráðum við stefnumörkun í heilbrigðismálum. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir