Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Willum stefnir einn á efsta sætið

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar (B)
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar (B) Mynd: RÚV
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er sá eini sem gefur kost á sér í efsta sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi um næstu helgi. Sjö eru í framboði og berjast um fimm efstu sætin á listanum.

Hafnfirðingarnir Ágúst Bjarni Garðarsson og Linda Hrönn Þórisdóttir gefa bæði kost á sér í annað sæti listans. Þrjú sækjast eftir þriðja sætinu, þau Anna Karen Svövudóttir, Kristín Hermannsdóttir og Þórey Anna Matthíasdóttir. Öll nema Anna Karen gefa líka kost á sér í fjórða sæti, sem Ívar Atli Sigurjónsson gefur einnig kost á sér í.

Prófkjörið er lokað og geta því aðeins flokksbundnir Framsóknarmenn greitt atkvæði. Það fer fram á laugardag en hægt er að kjósa utan kjörfundar miðvikudag til föstudags.