Valskonur deildarmeistarar

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Valskonur deildarmeistarar

04.05.2021 - 22:41
Valskon­ur tryggðu sér í kvöld deild­ar­meist­ara­titil­inn í Dominosdeild kvenna í körfubolta með mjög ör­ugg­um sigri á Snæ­felli að Hlíðar­enda, 86-62.

Valur var með yfirhöndina allan leikinn en í hálfleik var staðan 48-27. Snæfell náði ekki að saxa á forskot Valskvenna sem unnu leikinn örugglega og tryggðu sér um leið deildarmeistaratitilinn í ár. 

Guðbjörg Sverrisdóttir var öflug í liði Vals í kvöld en hún skoraði 16 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst hjá Snæfelli með 22 stig.