Ungar konur geta afþakkað seinni skammt af AstraZeneca

epa09082193 (FILE) - A vial of the AstraZeneca vaccine during the Covid-19 vaccination campaign for the school staff at San Giovanni Bosco Hospital in Turin, Italy, 19 February 2021 (reissued 18 March 2021). A committee of the European Medicines Agency (EMA) on 18 March 2021  said although not excluded, there is no direct link between vaccination against Covid-19 with the AstraZeneca vaccine and rare number of blood clots. The EMA upholds its approval of the vaccine and recommends EU countries to continue  the usage of the AstraZeneca.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þau sem fengu fyrri skammt af AstraZeneca í febrúar hafa nú fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudaginn til að fá seinni skammtinn. Þeirra á meðal eru heilbrigðisstarfsmenn og starfsfólk hjúkrunarheimila og í mörgum tilfellum eru það konur fæddar 1967 eða síðar. Framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta skrifast á boðunarkerfið.

 

„Það er í sjálfu sér alveg öruggt fyrir þessar konur að mæta en við bara gátum ekki skipt upp þessum boðunarhóp. Við þurftum að boða þau öll aftur en þær ráða því sjálfar hvað þær gera og ef þær mæta ekki þá fá þær nýtt boð um Pfizer í næstu viku,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Áður hafði verið ákveðið að konur, 55 ára og yngri, fengju ekki bóluefni frá AstraZeneca vegna aukinnar hættu á blóðtappamyndun. Konurnar sem fá boð  þurfa ekki að láta vita hvort þær velja heldur einfaldlega mæta á þeim degi sem þær velja.