Tíu ár frá opnunartónleikum Sinfóníunnar í Hörpu

Opnunartónleikar Hörpu 2011.
 Mynd: - - Harpa

Tíu ár frá opnunartónleikum Sinfóníunnar í Hörpu

04.05.2021 - 11:38

Höfundar

Þann 4. maí eru liðin 10 ár frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt opnunartónleika í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Tónleikarnir voru söguleg stund í íslensku tónlistarlífi.

Efnisskráin var fjölbreytt á þessum fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu. Leikið var nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem samið var fyrir tilefnið. Víkingur Heiðar Ólafsson lék einleik í píanókonsert Edvards Grieg. Hann lék einnig aukalag, Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns. „Það er af því að mér finnst það vera rétt,“ sagði hann áður en tók lagið . „Það er eins konar blessun fyrir þetta stórkostlega hús. Það er draumur fyrir mig að fá að vera hér á sviðinu með þessari æðislegu hljómsveit, sem loksins er komin í heimkynni sem hæfa.“

Mynd: - / RÚV
Víkingur Heiðar leikur Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns á opnunartónleikum Hörpu.

Að lokum flutti hljómsveitin 9. sinfóníu Beethovens. Einsöngvarar voru Christiane Oelze, Sesselja Kristjánsdóttir, Kolbeinn Jón Ketilsson og Bjarni Thor Kristinsson en að auki tók Óperukórinn í Reykjavík ásamt Kór Áskirkju og Hljómeyki þátt í þessum viðamikla flutningi.

Opnunartónleikar Hörpu 2011.
 Mynd: - - Harpa

Tónleikarnir voru endurteknir 5. og 6. maí. Þeir voru sendir út á Rás 1 og teknir upp fyrir sjónvarp og sýndir á RÚV.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Harpa leitar að tíu ára tónskáldum

Tónlist

„Þetta var ólíkt öllu sem ég hafði áður heyrt“

Klassísk tónlist

Sinfóníuhljómsveitin flytur óskalag frá gjörgæsludeild

Menningarefni

Covid hremmir Hörpu