Þór/KA vann fyrsta leik tímabilsins

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Þór/KA vann fyrsta leik tímabilsins

04.05.2021 - 20:19
Þór/KA heimsótti ÍBV í fyrsta leik sumarsins í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Norðankonur gerðu góða ferð til Eyja.

Delaney Baie Pridham kom ÍBV á bragðið eftir 11 mínútur og voru heimakonur með forystuna í hálfleik. 

Á 66. mínútu jafnaði Hulda Ósk Jónsdóttir metin fyrir Þór/KA og það kom gestunum á bragðið. Karen María Sigurgeirsdóttir gerði sigurmarki Þór/KA þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, lokatölur 2-1. Þór/KA tyllir sér því á toppinn á deildinni um sinn.