Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

„Það er ennþá heilmikil vinna eftir“

04.05.2021 - 17:53
Mynd: Ívar Gunnarsson / Ívar Gunnarsson
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur sig hafa náð tökum á sinueldi sem kviknaði í Heiðmörk á fjórða tímanum í dag. Varðstjóri segir þó að enn sé heilmikil vinna eftir við að slökkva eldinn, en um þrjátíu slökkviliðsmenn, tíu björgunarsveitarmenn, nokkrir lögreglumenn og þyrla Landhelgisgæslunnar koma að slökkvistörfum. Myndskeiðið sem fylgir fréttinni er tekið af Ívari Gunnarssyni.

Uppfært 18:35: Svæðið, frá Hjalladölunum og austur og suður með í áttina að Vatnsendakrikum, er enn í ljósum logum og reykmökkurinn mikill. Slökkviliðinu virðist eldurinn ekki lengur vera að færast í aukana en varðstjóri segir stöðuna geta breyst á hverri stundu.