Sex greindust með COVID-19 í gær

04.05.2021 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd
Sex greindust með COVID-19 í gær, fimm voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar við greiningu. Tvö smit greindust á landamærunum.

Smitin sex í gær eru mesti fjöldi smita sem greinst hefur á einum degi síðan á miðvikudag í síðustu viku þegar þau voru tíu talsins. Undanfarna daga hafa fjórir eða fimm greinst daglega með COVID-19, mikill meirihluti í sóttkví.

Fjórtán daga nýgengi smita innanlands er 39,8 á hverja 100 þúsund íbúa. Nýgengið á landamærunum er 2,2.

Ný reglugerð um takmarkanir innanlands verður kynnt í dag að loknum fundi ríkisstjórnarinnar. Rætt verður við heilbrigðisráðherra að fundi loknum.