Selby varð heimsmeistari í snóker í fjórða sinn

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Selby varð heimsmeistari í snóker í fjórða sinn

04.05.2021 - 12:41
Heimsmeistaramótinu í snóker lauk í gær þegar Englendingurinn Mark Selby bar sigurorð af landa sínum Shaun Murphy í úrslitaleik. Uppselt var á íþróttaviðburð á England í fyrsta skipti í rúmt ár en tæplega þúsund manns fylltu Crucible-leikhúsið í Sheffield.

Í úrslitunum vinnur sá sem hefur betur upp í 35 „ramma“ en úrslitaleikurinn sjálfur fór fram yfir tvo daga. Það fór svo að Selby vann 18-15 en fyrir sigurinn fékk hann hálfa milljón punda í sinn hlut eða sem nemur rúmlega 85 milljónum króna. 

Þetta var fjórði heimsmeistaratitill Selby sem fagnaði vel þegar titillinn var í höfn. Selby jafnaði við John Higgins með sigrinum sem hefur líka orðið heimsmeistari fjórum sinnum. Aðeins fjórir kappar hafa unnið fleiri heimsmeistaratitla. Stephen Hendry hefur unnið oftast allra eða sjö sinnum og þá eiga Ray Reardon, Ronnie O'Sullivan og Steve Davis allir sex titla.