Ótrúlegar tölur hjá Westbrook í mikilvægum sigri

epa09160598 Washington Wizards guard Russell Westbrook passes during the second half of the NBA basketball game between the Cleveland Cavaliers and Washington Wizards at Capital One Arena in Washington, DC, USA, 25 April 2021.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA

Ótrúlegar tölur hjá Westbrook í mikilvægum sigri

04.05.2021 - 09:14
Russell Westbrook var hreint út sagt magnaður í mikilvægum sigri Washington Wizards á Indiana Pacers í NBA-körfuboltadeildinni vestan hafs í gærkvöld. Westbrook skoraði 14 stig, gaf 24 stoðsendingar og tók 21 frákast í 151-141 sigri Washington.

Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Westbrook nær því að taka yfir 20 stoðsendingar og 20 fráköst í sama leiknum. Áður en Westbrook afrekaði það var goðsögnin Wilt Chamberlain sá eini í sögu NBA sem hafði tekið yfir 20 af hvoru. Þetta var því í þriðja skiptið í sögu NBA sem leikmaður nær þessari tölfræði.

Þá var þetta 178. þrefalda tvennan hjá Westbrook sem vantar nú aðeins þrjár slíkar til viðbótar til að jafna við met Oscar Robertson sem á metið í NBA. Það met hefur staðið frá árinu 1974. 

Hörð barátta um úrslitakeppnissæti og nýtt fyrirkomulag

Í ár verður sú nýbreytni í NBA-deildinni að liðin sem enda í 7. til 10. sæti í hvorri deild fara í forkeppni fyrir úrslitakeppnina sjálfa. Sex efstu liðin í Austur- og Vesturdeildinni fara beint í úrslitakeppnina. 

Sigur Washington í gær var stórt skref í áttina að sæti í þessari forkeppni. Eins og staðan er núna myndi Washington einmitt mæta Indiana í undanúrslitunum. Svona lítur staðan út í dag: 

Mynd með færslu
 Mynd: NBA - nba.com