Ný reglugerð kynnt í dag - tekur gildi á fimmtudag

04.05.2021 - 10:01
Ný reglugerð varðandi takmarkanir innanlands verður kynnt í dag. Núverandi reglugerð fellur úr gildi á miðnætti annað kvöld. Ríkisstjórnin situr nú á fundi þar sem hún ræðir tillögur sóttvarnalæknis og minnisblað hans. Þórólfur Guðnason hefur sagt að ekki sé tilefni til að slaka mjög á aðgerðum innanlands. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í beinni útsendingu á ruv.is um leið og ríkisstjórnarfundi lýkur.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV