Mourinho ráðinn knattspyrnustjóri Roma

epa09140158 Tottenham's manager Jose Mourinho smiles before the English Premier League soccer match between Everton FC and Tottenham Hotspur in Liverpool, Britain, 16 April 2021.  EPA-EFE/Clive Brunskill / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Mourinho ráðinn knattspyrnustjóri Roma

04.05.2021 - 13:45
Portúgalinn Jose Mourinho var ekki lengi í atvinnuleit því ítalska stórliðið Roma tilkynnti í dag að félagið hefði ráðið Mourinho sem knattspyrnustjóra. Hann tekur við liðinu eftir tímabilið en Mourinho var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl.

Mourinho hefur áður þjálfað á Ítalíu en hann vann þrennuna svokölluðu með Inter þegar hann stýrði liðinu til sigur í ítölsku deildinni, ítalska bikarnum og í Meistaradeild Evrópu 2010.

Paulo Fonseca hættir sem knattspyrnustjóri Roma eftir tímabilið en liðið er sem stendur í 7. sæti ítölsku deildarinnar. 

Roma verður níunda félagið sem Mourinho stýrir á ferli sínum en með þeim hefur hann unnið 25 titla:

2000 Benfica
2001 - 2002 Uniao de Leiria
2002 - 2004 Porto
2004 - 2007 Chelsea
2008 - 2010 Inter
2010 - 2013 Real Madrid
2013 - 2015 Chelsea
2016 - 2018 Manchester United
2019 - 2021 Tottenham
2021 -  Roma