Metfjöldi umsókna hjá Miðstöð íslenskra bókmennta

Mynd með færslu
 Mynd: Pexels

Metfjöldi umsókna hjá Miðstöð íslenskra bókmennta

04.05.2021 - 16:09

Höfundar

Aldrei hafa jafn margar umsóknir um útgáfustyrki borist Miðstöð íslenskra bókmennta.

Í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta segir að alls hafi 116 umsóknir um útgáfustyrki borist, sem sem sé mesti fjöldi umsókna í þeim styrkjaflokki frá upphafi. 55 styrkir voru veittir og heildarúthlutun var 28 milljónir króna.

Í fyrra bárust 69 umsóknir um útgáfustyrki og er þetta því 68% fjölgun umsókna milli ára. Bækur um bókmenntir, náttúru, byggingalist, sagnfræði, hönnun, þjóðmál, tungumál og ýmislegt fleira hljóta útgáfustyrki í ár. Á vef Miðstöðvarinnar má kynna sér hvaða verk fengu styrki

Einnig hefur verið úthlutað 12.5 milljónum króna í 36 styrki til þýðinga á íslensku, í fyrri úthlutun ársins 2021, sem er sambærilegt við úthlutun á sama tíma í fyrra. Hér má kynna sér hvaða verk hljóta þýðingastyrki

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði að auki nýverið 7 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 23 verk styrk að þessu sinni. Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Tengdar fréttir

Íslenskt mál

Íslendingar hafa sjaldan lesið jafn mikið og nú

Bókmenntir

Nýræktarstyrkir veittir nýjum höfundum

Bókmenntir

Þreföldun þýðinga úr íslensku á 10 árum