Lið mega hafa stærri hópa á EM vegna kórónuveirunnar

epa09109129 The team celebrate after England's Harry Kane scores the 1-0 goal during the FIFA World Cup 2022 qualifying soccer match between England and Poland in London, Britain, 31 March 2021.  EPA-EFE/Andy Rain / POOL
 Mynd: EPA

Lið mega hafa stærri hópa á EM vegna kórónuveirunnar

04.05.2021 - 10:22
Framkvæmdastjórn UEFA hefur gefið það út að lið megi fara með 26-manna leikmannahópa á EM karla í fótbolta í sumar en ekki 23 leikmenn eins og tíðkast hefur.

Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í morgun og markmið reglubreytingarinnar er að gera liðum auðveldara að bregðast við mögulegum kórónuveirusmitum. 

Á leikdegi mega þó aðeins 23 leikmenn vera í hópnum eins og undanfarin ár. Frestur til að tilkynna leikmannahópa er til 1. júní en lið geta skipt út leikmönnum alveg fram á fyrsta leikdag ef upp koma veikindi eða smit.

Evrópumótið hefst 11. júní með viðureign Ítalíu og Tyrklands í Rómarborg.