Haukar í góðum málum á toppnum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Haukar í góðum málum á toppnum

04.05.2021 - 19:42
Einum leik er lokið í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Topplið Hauka lagði Aftureldingu með átta marka mun, 33-25, á Ásvöllum.

Staðan í hálfleik var 18-11 fyrir Hauka og sigur heimamanna í raun aldrei í hættu. 

Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Hauka með 7 mörk en Blær Hinriksson fór hamförum í liði Aftureldingar og skoraði 12 mörk, eða rétt tæplega helming marka Mosfellinga. 

Haukar sitja áfram sem fastast á toppi deildarinnar en Afturelding er í 7. sætinu.