Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaður semur við Fram

epa03589934 Reading's Danny Guthrie (L) in action against Manchester United's Anderson (R) during the English FA Cup 5th round soccer match between Manchester United and Reading at Old Trafford, Manchester, Britain, 18 February 2013.  EPA/PETER POWELL DataCo terms and conditions apply.  http//www.epa.eu/downloads/DataCo-TCs.pdf
 Mynd: EPA

Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaður semur við Fram

04.05.2021 - 09:41
Fram hefur samið við Englendinginn Danny Guthrie um að leika með liðinu í Lengjudeild karla í fótbolta á komandi tímabili. Guthrie, sem er 34 ára, lék um árabil með liðum á borð við Newcastle og Reading og hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvaslsdeildinni.

Guthrie fór í gegnum unglingastarfið hjá bæði Manchester United og Liverpool en var í fjögur ár í herbúðum Newcastle frá 2008 til 2012. Hann var síðast á mála hjá Walsall í fjórðu efstu deild á Englandi. 

Í fréttatilkynningu frá Fram segir þjálfarinn Jón Sveinsson að það hefði ekki veirð hægt að sleppa því tækifæri að fá jafn reyndan leikmann til liðs við félagið.

„Þetta mál kom óvænt upp á borð hjá okkur og þótti okkur þetta vera mjög spennandi kostur. Það var erfitt að sleppa þessu tækifæri og við vonumst til að hann með sína reynslu og karakter komi sterkur inn í öflugan hóp. Ég efast ekki um að hann muni ýta mönnum upp á tærnar og vera góð viðbót við gott lið. Framtíðin mun leiða það í ljós,“ sagði Jón. Sjálfur segist Guthrie vera afar spenntur fyrir komandi tímum. 

„Eg er algjörlega í skýjunum með að ganga til liðs við Fram, þetta er félag með stórkostlega sögu. Ég get ekki beðið eftir því að koma til Íslands og hitta þjálfarann og liðsfélaga mína. Ég ætla að koma mér í gott stand og hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Guthrie sem kemur til landsins í vikunni og fer strax í sóttkví áður en hann getur byrjað að spila með Fram. 

Fram hefur leik í Lengjudeildinni, þeirri næst efstu, þegar liðið tekur á móti Víkingi Ólafsvík á fimmtudagskvöld.