Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ein blóðtappatilkynning eftir bólusetningu síðustu viku

04.05.2021 - 13:57
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Lyfjastofnun hafa undanfarna viku borist 37 tilkynningar frá fólki sem telur sig hafa fengið aukaverkanir eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í síðustu viku voru nokkrir árgangar bólusettir með efninu.

 

Í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að þrjár þessara tilkynninga teljast alvarlegar, tvær voru vegna einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús, í báðum tilvikum fólk sem fékk bólusetningu í mars. Þriðja tilvikið var vegna blóðtappamyndun hjá manneskju sem fór í bólusetningu í síðustu viku. Fólkið sem fékk alvarlegu einkennin var á milli þrítugs og sextugs. Frekari rannsóknir eiga eftir að leiða í ljós hvort einkennin sem fólkið tilkynnti séu afleiðing bólusetningarinnar eða ótengd henni.

Óljóst með orsakasamhengi

Lyfjastofnun ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni. Í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.

 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV